Fyrirtæki til sölu
Firma Consulting sérhæfir sig m.a. í sölumeðferð á millistórum og stórum fyrirtækjum. Millistór fyrirtæki skilgreinir Firma Consulting þau fyrirtæki, sem velta 100 – 1.500 milljónum króna. Stór fyrirtæki skilgreinast þau fyrirtæki, sem velta meir en 1.500 milljónum króna.
Firma Consulting er með nokkur fyrirtæki í sölumeðferð í millistærð. Veitir félagið upplýsingar um þessi fyrirtæki á trúnaðarfundum á skrifstofu félagsins.