• Firma Consulting
    Þingasel 10
    109 Reykjavík
  • Símar:

    Fax:
  • (354) 820 8800
    (354) 896 6665
    (354) 557 7766

Þjónusta

Sala fyrirtækja

Firma Consulting tekur að sér ráðgjöf við sölu fyrirtækja. Sérhæfing Firma Consulting er í millistórum og stórum fyrirtækjum.  -   Þegar eigandi fyrirtækis ákveður að selja fyrirtæki, þarf hann að gæta margra þátta í því flókna ferli, sem sala fyrirtækis er.  Hér verður minnst á nokkra þessara þátta og vakin athygli á því að þeir eru ekki tæmandi:

  • Ákvörðun eiganda að selja.  Mikilvægt er fyrir eiganda að gera upp hug sinn og ákveða að selja.  Það mikla ferli, sem fer af stað við sölu á fyrirtæki býður ekki upp á að slík ákvörðun sé tekin með hálfum huga.
  • Val á sérhæfðu fyrirtæki til að sjá um sölu.  Mikilvægt er að velja þjónustufyrirtæki, söluaðila, með sérhæfingu til sölu á fyrirtækjum; söluaðila, sem er þekktur fyrir fagleg og vönduð vinnubrögð.
  • Skriflegur samningur við söluaðila um sölumeðferð fyrirtækis.  Nauðsynlegt er að gera skriflegan samning um sölu á fyrirtæki, sem skilgreinir skyldur eiganda fyrirtækis, sem vill selja og skyldur söluaðila.  Í skriflegum samningi þarf að vera nákvæm skilgreining á hlutverki söluaðila, skýr skilgreining á þóknun hans og öðrum helstu þáttum, sem nauðsynlegir teljast til að samningur milli aðila sé gagnlegur báðum. Þóknun fyrir sölu fyrirtækis er oft á tíðum árangurstengd með hluta í formi stofnvinnu og / eða ákveðna verkþætti í söluferlinu.  Þóknun fyrir stofnvinnu og / eða ákveðna verkþætti í söluferli er oftast óafturkræf, ef fyrirtæki selst ekki.  Í sumum tilvikum er hún til frádráttar í uppgjöri árangurstengdrar söluþóknunar, þegar og ef fyrirtæki selst.
  • Greinargerð – Úttekt á verðmæti fyrirtækis.  Þegar lagt er í sölumeðferð á fyrirtæki er af mörgum talið æskilegt að gerð sé úttekt á því og um leið sé faglegt mat lagt á verðmæti fyrirtækisins.  Í mati á verðmæti fyrirtækis er tekið tillit til alþjóðlegra og faglegra aðferða við útreikning á verðmæti fyrirtækis, en einnig tekið tillit til íslenskra aðstæðna og viðskipta með fyrirtæki af svipaðri stærð og gerð.  Söluaðili er oft á tíðum heppilegastur til að vinna úttekt, greinargerð og verðmat á fyrirtæki áður en af stað er farið í söluferli.  Með slíkri vinnu öðlast hann nauðsynlega þekkingu á því fyrirtæki, sem á að selja og meiri möguleika að ná tilætluðum árangri fyrir seljanda við sölu á fyrirtækinu.  Slík úttekt getur einnig verið gagnleg fyrir kaupanda, sem á þá betri möguleika á að fá haldbetri upplýsingar um fyrirtækið, rekstur þess og efnahag.
  • Samstig um söluverð milli eiganda og söluaðila.  Nauðsynlegt er að seljandi eða eigandi fyrirtækis og söluaðili séu samstíga um raunhæft söluverð fyrirtækis áður en í sölumeðferð er lagt eftir að úttekt og mat á söluverðmæti fyrirtækisins liggur fyrir. 
  • Söluferli.  Æskilegt er að seljandi og söluaðili séu samstíga um hvernig skuli standa að aðferðum við sölu fyrirtækis.  Í flestum tilfellum er talið skynsamlegt að söluaðili leiði þetta starf að mestu eða öllu leyti við mögulega kaupendur og sé um leið í nánu sambandi við eiganda fyrirtækis, sem er vel upplýstur um hvert stig söluferlis.
  • Viðræður um sölu.  Þegar kaupandi hefur lýst yfir áhuga á kaupum fyrirtækis hefst viðræðuferli, þar sem kaupandi er fræddur um fyrirtækið og helstu upplýsingar um rekstur þess.  Oftast er talið æskilegt að söluaðili leiði viðræðuferli að verulegu leyti.  Nauðsynlegt er að áhugasamur aðili um kaup skrifi undir trúnaðaryfirlýsingu um að allar upplýsingar, sem hann fær í viðræðum um rekstur fyrirtækisins, séu trúnaðarupplýsingar, sem undir engum kringumstæðum megi misnota.  Slík trúnaðaryfirlýsing veitir samt viðkomandi heimild til að ræða þær við löggiltan endurskoðanda sinn, lögmann og meðeigendur og/eða stjórn í fyrirtæki, sem hann er fulltrúi fyrir.
  • Lokun sölu.  Þegar söluaðili hefur náð fram ásættanlegri niðurstöðu milli hugmynda kaupanda og seljanda lokar hann sölu.  Lokun sölu getur verið í formi skuldbindandi tilboðs, sem tekur til flestra meginþátta, eða undirritun nákvæms kaupsamnings, eftir því, sem hentar hverju sinni.
  • Kaupsamningur.  Nauðsynlegt er að gera kaupsamning þannig úr garði að hann taki á flestum þeim atriðum, sem viðskiptin varða.  Algengt er að kaupsamningur sé gerður með fyrirvörum, sem geta verið frá einum upp í nokkra fyrirvara í kaupunum.  Algengasti fyrirvari í kaupum fyrirtækis er um niðurstöður áreiðanleikakönnunar, sem kaupandi framkvæmir á sinn kostnað.  Einnig koma til greina fyrirvarar t.d. vegna fjármögnunar, samþykkt stjórnar og hluthafa félagsins, ef um hlutafélag er að ræða.
  • Áreiðanleikakönnun.  Áreiðanleikakönnun er könnun á þeim efnisatriðum og grundvelli, sem kaupandi telur sig hafa samið um. Áreiðanleikakönnun er ávallt framkvæmd af löggiltum endurskoðanda, sem kaupandi velur til starfans og greiðir hann kostnað af vinnu hans.
  • Lokasamkomulag.  Þegar áreiðanleikakönnun hefur farið fram og annað hvort engar athugasemdir komið fram í henni eða ágreiningur vegna atriða, sem hún hefur leitt af sér, hefur verið leystur og aðrir hugsanlegir fyrirvarar hafa verið leystir, þá er gert lokasamkomulag. Í lokasamkomulagi eru fyrirvarar felldir úr gildi og uppgjör kaupverðs fer fram.  Um leið afhendist rekstur frá seljanda til kaupanda.

Í sölu millistórra og stórra fyrirtækja getur söluferli tekið frá þremur og upp í níu til tólf mánuði frá byrjun til loka söluferlis.  Þá er gert ráð fyrir að vandað sé til vinnubragða við allt ferlið.

Fyrirtæki til sölu

Firma Consulting er með nokkur fyrirtæki að millistærð í sölu, sem það gefur nánari upplýsingar um á trúnaðarfundum á skrifstofu félagsins.

Umsögn

”Firma Consulting hefur unnið af mikilli fagmennsku og trúnaði í verkefnum fyrir Hlaðbæ-Colas ehf.  Við treystum Firma Consulting 100% ef vinna þarf að flóknum verkefnum á sviði ráðgjafar við kaup og sölu fyrirtækja”.
  Sigþór Sigurðsson
   Framkvæmdastjóri Hlaðbæ-Colas